MAST segir að Arnarlax hafi brugðist hratt og rétt við

Landssamband veiðifélaga telur álit Skipulagsstofnunar eigi að standa.

Matvælastofnun (MAST) telur að Arnarlax hafi brugðist hratt og rétt við tjóni á sjókvíum í Arnarfirði og Tálknafirði í síðustu viku. Þetta er mat sérfræðinga stofnunarinnar eftir að hafa farið yfir fyrirliggjandi gögn og kemur fram í tilkynningu á vef MAST. Flothringur brotnaði á sjókví í Tálknafirði á mánudag fyrir viku og sama dag uppgötvuðust við eftirlit göt á nótapoka á sjókví í Arnarfirði. Í tilkynningunni segir að litlar líkur séu á að fiskur haf sloppið úr kvíunum.

Arnarlax tilkynnti MAST um tjón á kvíunum samdægurs og í tilkynningu MAST segir að stóran hluta síðustu viku hafi verið ófært um Vestfirði bæði landleiðina og í lofti og aðstæður til eftirlits slæmar, en stofnunin fari í eftirlit hjá Arnarlaxi um leið og veður leyfir og gera frekari úttekt á sjókvíunum og viðbrögðum fyrirtækisins.

DEILA