Fyrirséð að vegir lokist á morgun

Vegagerðin vekur athygli á veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. Veðurstofan spáir ört vaxandi suðaustanátt í nótt og hlýnar, 20-30 m/s í fyrramálið, hvassast um landið vestanvert. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda og rigning, mikil um landið SA-vert.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að búast megi við að eftirfarandi vegir lokist eða verði ófærir vegna veður á morgun:

Suður­lands­veg­ur um Hell­is­heiði og Þrengsli milli kl. 06:00 og 12:00 – 13:00

Vest­ur­lands­veg­ur um Kjal­ar­nes milli kl. 08:00 og 11:00

Vest­ur­lands­veg­ur um Hafn­ar­fjall­milli kl. 07:00 og 11:00

Reykja­nes­braut milli kl. 07:00 og 11:00

Mos­fells­heiði og Lyng­dals­heiði milli kl. 06:00 og 12:00 – 13:00

Suður­lands­veg­ur að Vík í Mýr­dal milli kl. 07:00 og 12:00 – 13:00

Veg­ir á Snæ­fellsnesi og Bratta­brekka milli kl. 07:00 og 13:00

Holta­vörðuheiði milli kl. 08:00 og 13:00

Vest­f­irðir milli kl. 09:00 og 14:00

Veg­ir á Norður­landi vestra milli kl. 09:00 og 15:00

Öxna­dals­heiði milli kl. 09:00 og 15:00

Veg­ir á Norðaust­ur­landi milli kl. 10:00 og 17:00

Veg­ir á Aust­ur­landi frá há­degi og fram und­ir morg­un.

Aðrir veg­ir geta einnig lokast á meðan veður geng­ur yfir.

 

DEILA