Vegagerðin vekur athygli á veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. Veðurstofan spáir ört vaxandi suðaustanátt í nótt og hlýnar, 20-30 m/s í fyrramálið, hvassast um landið vestanvert. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda og rigning, mikil um landið SA-vert.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að búast megi við að eftirfarandi vegir lokist eða verði ófærir vegna veður á morgun:
Suðurlandsvegur um Hellisheiði og Þrengsli milli kl. 06:00 og 12:00 – 13:00
Vesturlandsvegur um Kjalarnes milli kl. 08:00 og 11:00
Vesturlandsvegur um Hafnarfjallmilli kl. 07:00 og 11:00
Reykjanesbraut milli kl. 07:00 og 11:00
Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði milli kl. 06:00 og 12:00 – 13:00
Suðurlandsvegur að Vík í Mýrdal milli kl. 07:00 og 12:00 – 13:00
Vegir á Snæfellsnesi og Brattabrekka milli kl. 07:00 og 13:00
Holtavörðuheiði milli kl. 08:00 og 13:00
Vestfirðir milli kl. 09:00 og 14:00
Vegir á Norðurlandi vestra milli kl. 09:00 og 15:00
Öxnadalsheiði milli kl. 09:00 og 15:00
Vegir á Norðausturlandi milli kl. 10:00 og 17:00
Vegir á Austurlandi frá hádegi og fram undir morgun.
Aðrir vegir geta einnig lokast á meðan veður gengur yfir.