Gagnrýnir seinagang ríkisstofnana

Sjókvíar Hábrúnar í Skutulsfirði.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar gerir alvarlegar athugasemdir hvað afgreiðsla stofnana ríkisins á umsókn Hábrúnar efh. um aukið fiskeldi hefur dregist. Þetta kemur fram í umsögn bæjarstjórnar til Skipulagsstofnunar vegna umsóknar Hábrúnar um aukið eldi á regnbogasilungi í Skutulsfirði.

„Þessar tafir, sem virðast að miklu leyti óþarfar, gera það að verkum að rekstri fyrirtækisins sem að umsókninni stendur er nú stefnt í tvísýnu. Auk þess hafa þessar tafir neikvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu í í sveitarfélaginu,“ segir í umsögn bæjarstjórnar.

DEILA