Opinberir starfsmenn sem eru félagar í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur geta nú sótt starfsþróunarnámskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sér að kostnaðarlausu. Um talsverðar fjárhæðir getur verið að ræða fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga og því til mikils að vinna.
Þetta er kleift vegna samstarfs Fræðslumiðstöðvarinnar við Ríkismennt og Sveitamennt við verkalýðsfélögin.
„Það er mikil ánægja hjá okkur í Fræðslumiðstöðinni að geta boðið Vestfirðingum upp á þennan kost,“ segir í tilkynningu frá Fræðslumiðstöðinni.
Sjá nánar um Ríkismennt og Sveitamennt