Karlmaður mætti á lögreglustöðina á Ísafirði í nótt því hann og eiginkonan höfðu fundið brunalykt í bænum og héldu jafnvel að kviknað hefði í, svo megn fannst þeim lyktin. Á mbl.is er greint frá að varðstjóri lögreglunnar ákvað að kanna hvort þessar grunsemdir ættu við rök að styðjast og ók um bæinn með nefið út um gluggann á lögreglubílnum. Í ljós kom að einhver hafði ákveðið að kveikja upp í arni um miðja nótt til að ylja sér í vetrarkuldanum.