Óttast um afdrif minni útgerða

Halla Signý Kristjánsdóttir, 7. þingmaður NV kjördæmis.

Halla Signý Kristjándsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir sérstökum fundi í atvinnuveganefnd Alþingis til að ræða stöðu minni útgerða og áhrif hækkunar veiðigjalda á rekstrarstöðu þeirra.

Í bréfi Höllu Signýjar til Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, formanns atvinnuveganefndir, segir að reikniregla veiðigjalda komi illa niður á bolfiskfyrirtækjum í því árferði sem nú er.

„Lítil og meðalstór fyrirtæki í bolfisksgeiranum eiga mörg hver í verulegum erfiðleikum og ekki er útséð hve mörgum tekst að klára árið. Þarna erum við ekki einungis að tala um að einstökum byggðalögum blæði, heldur fjórðungum. Þar eru einungis lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki,“ segir í bréfinu.

Hún vill að boðað verði til fundarins sem fyrst og á hann komi fulltrúar eftirtalinna aðila: sjávarútvegsráðuneytisins, landshlutasamtaka sveitarfélaga á landsbyggðinni, landssamtaka smábátasjómanna, fulltrúar lítilla sjávarútvegsfyrirtækja víðsvegar af landinu og fleir aðilar sem taldir eru mikilvægir til að fá viðhorf og sjónarmið sem þetta mál snerta.

DEILA