Lionsklúbbur Ísafjarðar býður uppá fría blóðsykurmælingu í verslunum Nettó og Bónuss fimmtudaginn 15. febrúar frá klukkan 16 til 18. Klúbburinn hvetur fólk til að nýta þetta tækifæri. Sykursýki er alvarlegur sjúkdómur sem að getur verið til staðar án þess að fólk geri sér grein fyrir því.
Lionsklúbburinn fer með þetta verkefni með stuðningi félaga í Hjúkrunar- og Sjúkraliðafélagi Vestfjarða sem sjá munu um mælingarnar.
Talið er að hundruð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það. Þessi sjúkdómur leggur fólk hljóðlega að velli og er án einkenna lengi framan af en getur valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt. Greiningin er einföld og einn blóðdropi getur bent til að að ástæða sé til að leita læknis.
Samkvæmt reynslu Lionsklúbbs Ísafjarðar finnast yfirleitt í hverri skimun tveir til fjórir einstaklinar sem ástæða er að skoða nánar.