Það er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á Vestfjörðum. Klettsháls er ófær og búið að loka vegunum um Mikladal og Hálfdán. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði en þar er versnandi veður. Á veginum um Súðavíkurhlíð er snjóflóðahætta möguleg í dag en veginum hefur ekki verið lokað. Veðurstofan spáir austan og norðaustan 13-20 m/s og él í dag en hann verður hægari í kvöld. Vaxandi norðaustanátt í nótt, 18-25 m/s á morgun og slydda eða snjókoma síðdegis. Hiti kringum frostmark.