Frönsk kvikmyndahátíð á Ísafirði

Norska sendiráðið og Ísafjarðarbíó bjóða í bíó á morgun, 18. apríl.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í fyrsta sinn í Ísafjarðarbíói dagana 16. – 19. febrúar 2018. Í ár var hátíðin haldin í 18. skipti í Reykjavík og á Akureyri og er ætlunin að festa hana í sessi á Ísafirði líka þar sem Ísafjarðarbíó hefur sýnt kvikmyndir síðan 1935. Graham Paul, sendiherra Frakklands á Íslandi, setur hátíðina á föstudag kl. 20 og býður bíógestum upp á fordrykk áður en opnunarmyndin hefst.

Dagskrá:

Föstudagur 16. febrúar kl. 20:30 – Le sens de la fête/Svona er lífið – gamanmynd

Laugardagur 17. febrúar kl. 16:00 – Tout en haut du monde/Hæst í heimi – teiknimynd fyrir alla fjölskylduna

Laugardagur 17. febrúar kl. 18:00 – Réparer les vivants / Lífs eða liðinn – saga um málefni hjartans

Mánudagur 19. febrúar kl. 16:00 – Polina – mynd um nútímadans fyrir alla fjölskylduna

Mánudagur 19. febrúar kl. 18:00 – Happy End – borgaralegt drama

Eldri borgarar og börn 12 ára og yngri fá frítt inn á allar sýningar. Hægt er að kaupa passa fyrir allar fimm myndirnar á 3000 kr. Einnig er hægt að kaupa miða á einstakar sýningar á 1000 kr.

DEILA