Suðvestan 10-18 með éljum um landið vestanvert. Suðaustan 13-20 m/s og víða rigning eða slydda á láglendi austantil og snjókoma fyrir norðan fram yfir hádegi, en léttir síðan til á NA- og A-landi og kólnar aftur. Heldur hægari á morgun, einkum annað kvöld. Víða vægt frost.
Útlit er fyrir lægðagang um helgina, en hvar lægðin kemur upp að landinu er ennþá óvíst og minniháttar breytingar geta gefið miklar breytingar í veðurspá og í hugleiðingum veðurfræðings er fólk hvatt til að fylgjast vel með spám er nær dregur helgi.
Færð á vegum
Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir eða þungfærir en alls staðar er unnið að mokstri. Þungfært er á Barðaströnd og þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.
Veðurhorfur næstu daga
Á fimmtudag:
Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en bjartviðri eystra. Frost 0 til 10 stig, minnst með S- og A-ströndinni.
Á föstudag:
Suðvestlæg átt, allhvöss syðst, en annars hægari. Víða él, einkum V-til, en snýst í vaxandi austanátt S-lands um kvöldið og fer að snjóa þar. Frost um land allt.
Á laugardag:
Gengur líklega í allhvassa eða hvassa norðaustlæga átt með snjókomu eða éjagangi, einkum við N-ströndina. Dregur úr frosti í bili.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir órólegt og kalt veður með úrkomu í öllum landshlutum.