Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði og heimildamyndahátíðin Skjaldborg á Patreksfirði eru tilnefndar til Eyrarrósarinnar í ár. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, nánar tiltekið á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík hafa staðið saman að verðlaununum frá upphafi, eða frá árinu 2005. Auk viðurkenningarinnar sem felst í Eyrarrósinni fylgja henni peningaverðlaun.
Aldrei fór ég suður hlaut Eyrarrósina árið 2008. Verndari Eyrarrósarinnar er Eliza Reid, forsetafrú.
Á Eyrarrósarlistanum í ár eru:
- Aldrei fór ég suður, Ísafirði
- Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Norðanáttin (Nothern Wave), Snæfellsbæ
- Ferskir vindar – alþjóðleg listahátíð í Garði
- LungA skólinn, Seyðisfirði
- Rúllandi snjóbolti, Djúpavogi
- Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, Patreksfirði