Aflaverðmæti dróst saman

Aflaverðmæti íslenskra skipa úr sjó nam 11,1 milljarði króna í október sem er 0,8% meira en í október 2016. Verðmæti botnfiskaflans var um 7,8 milljarðar króna og dróst saman um 0,4%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.

Af botnfisktegundum var verðmæti þorskaflans rúmir 5,2 milljarðar sem er 2,8% minna en í sama mánuði ári fyrr.

Aflaverðmæti uppsjávartegunda nam rúmum 2,6 milljörðum króna samanborið við 2,5 milljarða í október 2016 sem er 4,6% aukning. Verðmæti flatfiskafla var tæpar 477 milljónir króna sem er 8,4% minna en í október 2016.

Verðmæti skelfiskafla jókst um rúm 44% á milli ára, nam 164 milljónum samanborið við 114 milljónir í október 2016.
Á 12 mánaða tímabili frá nóvember 2016 til október 2017 nam aflaverðmæti úr sjó tæpum 109,4 milljörðum króna, sem er 20,2% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

DEILA