Segir að Ísafjarðarbær eigi ekki vatnsréttindin

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.

Orkubú Vestfjarða telur að Ísafjarðarbæ sé ekki heimilt að gera samning um vatnsréttindi í Dagverðardal. Bærinn hefur gengið til samninga við AB-fasteignir ehf. um leigu á vatnsréttindum í Úlfsá í Dagverðardal en fyrirtækið hyggst reisa 200 KW í dalnum. Í bréfi Elíasar Jónatanssonar orkubússtjóra til Ísafjarðarbæjar vísar hann til þess að við stofnun Orkubús Vestfjarða fyrir 40 árum eignaðist Orkubúið öll vatnsréttindi til virkjunar í landi Ísafjarðarkaupstaðar og þeirra sveitarfélaga sem síðar mynduðu Ísafjarðarbæ.

Elías bendir á að samningur Ísafjarðarbæjar AB-fasteignir geti því aðeins tekið til annarra þátta en vatnsréttinda.

Hins vegar vill Orkubúið gjarnan að virkjunin verði að veruleika og er því tilbúið að gerast aðili að samningi Ísafjarðarbæjar og og AB-fasteigna.

DEILA