Tekur 189 milljóna lán

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt að taka 189 milljóna kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta afborgana langra lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2018 að fjárhæð 23 milljónir króna. 35 milljónir kr. fara til kaupa á nýrri slökkvibifreið, 52 milljónir kr. til að fjármagna framkvæmdir við götur og gangstéttir, 54 milljónir kr. vegna framkvæmda og endurbóta á skóla-, íþrótta- og öðru húsnæði og 25 milljónir kr. vegna vatnsveitu- og fráveituframkvæmda,

Bæjarstjórn samþykkti einnig að taka 167 milljóna kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna uppgjörs við lífeyrissjóðinn Brú.

DEILA