Sigríður ráðin til Vestfjarðastofu

Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu.

Sig­ríður Ó. Kristjáns­dótt­ir hef­ur verið ráðin sem fram­kvæmda­stjóri Vest­fjarðastofu. Sigríður er fimm­tug og er með meistarapróf í for­ystu og stjórn­um frá há­skól­an­um á Bif­röst og hef­ur und­an­far­in ár starfað sem verk­efna­stjóri hjá Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands.
17 um­sókn­ir bár­ust um starfið. Hagvang­ur hélt utan ráðning­ar­ferlið fyr­ir hönd stof­unn­ar.

„Það er meðbyr með stofn­un Vest­fjarðar­stofu að fá jafn marg­ar góðar um­sókn­ir um starf fram­kvæmda­stjóra. Vest­fjarðastofa þakk­ar öll­um um­sækj­end­um fyr­ir og ósk­ar þeim ham­ingju og far­sæld­ar í framtíðinni.“ Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vestfjarðastofu.

DEILA