Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 604/ 2017 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/ 2018: Bolungarvík, Akureyrarkaupstað (Grímsey og Hrísey), Borgarfjörð eystri, og Djúpavog.
Þetta kemur fram á vef stofunnar. Segir þar að auk reglugerðarinnar sé vísað til sérstakra úthlutunarreglna í eftirtöldum byggðarlögum: Vesturbyggð (Brjánslækur, Patreksfjörður og Bíldudalur), Ísafjarðarbæ (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur og Ísafjörður), og Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður).
Árlega ráðstafar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti ákveðnum aflaheimildum til
stuðnings:
Byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og eru háð veiðum
eða vinnslu á botnfiski
Byggðarlögum sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa
sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðarlögum, sem hefur veru
leg áhrif á atvinnuástand í byggðarlögunum.
Ráðherra setur reglur um úthlutun til byggðarlaga og úthlutun til skipa. Sveitarfélög geta
óskað eftir sérreglum frá almennu reglunni varðandi úthlutun og þarf ráðherra að
samþykkja þær.