Aug­lýst eft­ir um­sókn­um um byggðakvóta

Löndun í Bolungarvík.

Fiski­stofa hef­ur aug­lýst eft­ir um­sókn­um um byggðakvóta til fiski­skipa fyr­ir eft­ir­tal­in byggðarlög sam­kvæmt ákvæðum reglu­gerðar nr. 604/ 2017 um út­hlut­un byggðakvóta til fiski­skipa á fisk­veiðiár­inu 2017/ 2018: Bol­ung­ar­vík, Ak­ur­eyr­ar­kaupstað (Gríms­ey og Hrís­ey), Borg­ar­fjörð eystri, og Djúpa­vog.
Þetta kem­ur fram á vef stof­unn­ar. Seg­ir þar að auk reglu­gerðar­inn­ar sé vísað til sér­stakra út­hlut­un­ar­reglna í eft­ir­töld­um byggðarlög­um: Vest­ur­byggð (Brjáns­læk­ur, Pat­reks­fjörður og Bíldu­dal­ur), Ísa­fjarðarbæ (Þing­eyri, Flat­eyri, Suður­eyri, Hnífs­dal­ur og Ísa­fjörður), og Fjalla­byggð (Siglu­fjörður og Ólafs­fjörður).

Árlega ráðstaf­ar at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti ákveðnum afla­heim­ild­um til
stuðnings:

Byggðarlög­um sem lent hafa í vanda vegna sam­drátt­ar í sjáv­ar­út­vegi og eru háð veiðum
eða vinnslu á botn­fiski

Byggðarlög­um sem orðið hafa fyr­ir óvæntri skerðingu á heild­arafla­heim­ild­um fiski­skipa
sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkom­andi byggðarlög­um, sem hef­ur veru­
leg áhrif á at­vinnu­ástand í byggðarlög­un­um.

Ráðherra set­ur regl­ur um út­hlut­un til byggðarlaga og út­hlut­un til skipa. Sveit­ar­fé­lög geta
óskað eft­ir sérregl­um frá al­mennu regl­unni varðandi út­hlut­un og þarf ráðherra að
samþykkja þær.

DEILA