Göngin nálgast kílómetra að lengd

Í viku 2 voru grafnir 52,0 metra í Dýrafjarðargöngum sem og 18 metra langt neyðarrými í útskoti C og heildargröftur vikunnar því 70 metrar. Heildarlengd ganganna í lok viku 2 var 902,7 m sem er 17,0% af heildarlengd ganganna.

Lokið var við greftri á neyðarrými í útskoti C og útvíkkun í göngunum vegna útskots C og er snið ganganna aftur orðið venjulegt. Eingöngu var notast við einn bor við gröft á neyðarrýminu en ekki tvo líkt og gert var í útskoti B.

Kargalag er á leið upp í sniði og er komið upp að þekju. Fer að styttast í að allur stafninn verði úr basalti.

Öllu efni úr göngunum er keyrt í vegfyllingu og er verið að lengja og hækka veginn. Einnig er byrjað að vinna við bráðabirgðaveg framhjá brúnni við Hófsá vegna endurnýjunar á brúnni þar.

Á myndunum er verið að hlaða sprengiefni í fyrstu færu í neyðarrýminu

DEILA