Vegna versnandi veðurs vill Gámaþjónusta Vestfjarða koma því á framfæri að fólk fari ekki á gámastæðin á Suðureyri, á Þingeyri og á Flateyri. Veðurstofan spáir norðvestan 15-23 m/s á Vestfjörðum í dag, en norðan 10-18 m/s síðdegis. Víða snjókoma í dag, en hægari vindur og dregur smám saman úr ofankomu á morgun. Frost 0 til 6 stig.
Færð hefur spillst milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum. Þungfært er til Suðureyrar og veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað snemma í morgun vegna snjóflóðahættu. Ófært er á flestum heiðum