Endurmetið í birtingu

Eins og greint var frá í morgun var veginum um Súðavíkurhlíð lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Talsvert snjóaði á norðaverðum Vestfjörðum í nótt og verður lokun hlíðarinnar endurmetin í birtingu, ef skyggni leyfir. Samkvæmt veðurspá mun snjóa áfram í dag og bætir í vind fram eftir degi og áfram verður norðvestanátt sem er óhagstæð vindátt fyrir snjósöfnun í giljum á Súðavíkurhlíð.

DEILA