Lokað um Súðavíkurhlíð

Vega­gerðin hef­ur lokað veg­in­um um Súðavík­ur­hlíð vegna snjóflóðahættu. Nokkuð hefur snjóað í nótt og spáð er hvassri norðvestanátt með snjó­komu eða élj­um og erfiðum akst­urs­skil­yrðum norðvest­an- og vest­an­lands í dag, fyrst á Vest­fjörðum. Veginum var einnig lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn snemma í gærmorgun.

Í dag eru 23 frá því að Súðavíkurflóðið féll. Snjóflóðið, sem var rúm­lega 200 metra breitt, féll klukk­an 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðar­hús. Í þeim voru 26 manns og fór­ust 14 þeirra, þar af átta börn. Hús­in sem flóðið féll á stóðu flest utan þess svæðis sem var skil­greint sem hættu­svæði vegna snjóflóða.

Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Ekki er talin hætta í byggð en sérfræðingar Veðurstofunnar fylgjast með aðstæðum.

DEILA