Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Nokkuð hefur snjóað í nótt og spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Veginum var einnig lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn snemma í gærmorgun.
Í dag eru 23 frá því að Súðavíkurflóðið féll. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þess svæðis sem var skilgreint sem hættusvæði vegna snjóflóða.
Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Ekki er talin hætta í byggð en sérfræðingar Veðurstofunnar fylgjast með aðstæðum.