Búnaður til útvarpssendinga í Bolungarvíkurgöngum var tekinn í notkun um miðjan síðasta mánuð. Það var Samgöngufélagið undir forystu Jónasar Guðmundssonar, formanns félagsins, sem átti veg og vanda að undirbúningi og uppsetningu búnaðarins. Samgöngufélagið óskaði eftir styrk frá Ísafjarðarbæ og hefur bæjarráð samþykkt að styrkja verkefnið um 150 þúsund krónur. Í afgreiðslu bæjarráðs er bent á að að Vegagerðin ætti að tryggja útsendingar útvarps í öllum lengri veggöngum.