Arðsemi í sjávarútvegi meiri en almennt gerist

Arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja er ríflega tvöfalt meiri en í atvinnulífinu almennt. Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag. Arðsemi fyrirtækjanna í greininni hefur hins vegar dregist verulega saman allra síðustu ár.

Jónas Gestur Jónasson, yfirmaður sjávarútvegshóps Deloitte, segir í viðtali við Fréttablaðið að „vísbendingar séu um að veiðigjöld séu farin að íþyngja mörgum litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum.

„Þau fyrirtæki sem hafa verið fjárhagslega veikari virðast hafa verið að heltast úr lestinni undanfarin þrjú til fjögur ár og þau verið keypt eða tekin yfir af stærri fyrirtækjum. Það hefur orðið töluverð samþjöppun í greininni. Þróunin er öll í þá áttina.“

DEILA