Umhleypingar í kortunum

Það verður fremur hæg suðlæg ætt en 10 til 15 austast, samkvæmt spá Veðurstofunnar til miðnættis annað kvöld. Skúrir eða slydduél verða um landið sunnan-og vestanvert en það verður úrkomulítið norðaustantil og hiti nálægt frostmarki.

Seint í kvöld og nótt gengur síðan í suðaustan hvassviðri eða storm með rigningu en talsverðri rigningu sunnanlands. Síðdegis á morgun gerir veðurstofan ráð fyrir Suðaustan 13 til 18 en það verður hægara veður vestantil og það styttir upp um landið norðaustanvert annað kvöld. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig.

Hæg suðlæg átt verður síðan á miðvikudag og fram á fimmtudag með skúrum eða éljum og frystir víða inn til landsins en svo er útlit fyrir að það hvessi aftur á fimmtudagskvöld með talsverðri rigningu sunnatil.

DEILA