Viðkoma rjúpna var góð á Vestfjörðum

Aldursgreining vængja af rjúpum sem veiddar voru á liðnu hausti sýnir að viðkoma rjúpna var góð í fyrra á Norðausturlandi og á Vestfjörðum en lakari annars staðar.

Í byrjun þessa árs var Náttúrufræðistofnun Íslands búin að aldursgreina 2.487 rjúpnavængi og var búist við að stofnuninni myndu berast 500 til 1.000 vængir til viðbótar. Samkvæmt aldursgreiningunum vegnaði rjúpunni best á Norðausturlandi og voru þar 11,9 ungar á hvern kvenfugl í fyrra. Staðan var næstbest á Vestfjörðum þar sem voru 7,7 ungar á hvern kvenfugl.

DEILA