Andri Rúnar valinn í landsliðið

Andri Rúnar með markakóngsverðlaunin sem hann fékk í sumar eftir markametið góða.

Bolvíski framherjinn Andri Rúnar Bjarnason hefur bæst við landsliðshópinn sem mætir Indónesíu í vináttuleikjum dagana 11. og 14. janúar.

Andri Rúnar var allra framherja marksæknastu í Pepsi-deildinni í sumar þegar hann skoraði 19 mörk með liði Grindavíkur og jafnaði markamet í efstu deild. Eftir tímabilið samdi hann við Helsingborg í Svíþjóð sem leikur í B-deildinni.

Nú hefur Andri bæst við í hópinn sem fer til Indónesíu. Víða var kallað eftir því að hann yrði í hópnum eftir að hann hafði verið tilkynntur eftir því sem kemur fram í frétt fótbolta.net.

„Þetta er mikill heiður og eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég var lítill,“ hefur fótbolti.net eftir Andra Rúnari um tíðindin.

DEILA