Slátra upp úr síðustu kvíunum

Kristján G. Jóakimsson

Háa­fell ehf., dótt­ur­fé­lag Hraðfrysti­húss­ins – Gunn­var­ar hf. í Hnífsdal, er að slátra regn­bogasil­ungi upp úr síðustu sjókví sinni í Ísa­fjarðar­djúpi. Fyr­ir­tækið er til­búið með laxa­seiði til að setja út í vor en hef­ur ekki leyfi til þess. HG hefur verið með fisk í kívum i Djúpinu samfellt síðan 2002, fyrst þorsk og síðar regnbogasilung. Kristján G. Jóakimsson, verkefnastjóri fiskeldis hjá HG, er í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag.

„Staðan hjá okk­ur er sú að við erum að slátra upp úr sein­ustu regn­bogasil­ungskvínni og er áætlað að því verði lokið fljót­lega í fe­brú­ar. Sam­kvæmt áætl­un­um út frá lög­bundn­um af­greiðslu­tíma stofn­ana hefðum við átt að vera komn­ir út í sjókví­ar með lax en þar sem leyf­is­mál hafa dreg­ist úr hófi höf­um við ekki getað sett laxa­seiðin okk­ar frá Nauteyri út og þurf­um að selja útsæðið okk­ar í burtu,“ seg­ir Kristján í viðtalinu.

DEILA