Fimm krónur af hverjum lítra til Landsbjargar

Jón Ólaf¬ur Hall¬dórs¬son, for¬stjóri Olís, og Jón Svan¬berg Hjart¬ar¬son, fram¬kvæmda¬stjóri Slysa¬varna¬fé-lags¬ins Lands¬bjarg¬ar.

Í dag og á morg­un munu 5 krón­ur af hverj­um seld­um eldsneyt­is­lítra hjá Olís og ÓB renna til Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar. Jafn­framt verður 17 kr. af­slátt­ur af eldsneyt­is­lítr­an­um hjá Olís og ÓB þessa tvo daga.

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að Olíu­verzl­un Íslands hef­ur und­an­far­in fimm ár verið einn af aðalstyrkt­araðilum Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar og hef­ur styrkt það með fjár­fram­lög­um og veg­leg­um af­slætti af eldsneyti og öðrum vör­um. Þá hef­ur Olís boðið upp á sér­staka neyðaraðstoð sem felst m.a. í að fé­lagið opn­ar af­greiðslu­stöðvar sín­ar að kvöld- og næt­ur­lagi ef björg­un­araðgerðir eru í gangi til að björg­un­ar­sveit­ir hafi aðgang að eldsneyti og öðrum búnaði á öll­um tím­um sól­ar­hrings­ins.

„Það er okk­ur sönn ánægja og heiður að standa við bakið á sam­tök­un­um,“ er haft eft­ir Jóni Ólafi Hall­dórs­syni, for­stjóra Olís, í frétta­til­kynn­ing­unni. „Þúsund­ir sjálf­boðaliða sam­tak­anna vinna ótrú­legt starf við að bjarga manns­líf­um, oft við mjög erfiðar aðstæður. Við von­um að lands­menn verði til taks fyr­ir Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg þessa tvo daga og sýni þeim stuðning.“

Jón Svan­berg Hjart­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar seg­ir að með ára­löng­um stuðningi sín­um við sjálf­boðaliðastarf Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar hafi Olís verið gríðarlega mik­il­væg­ur bak­hjarl sem einn af aðalstyrkt­araðilum sam­tak­anna. „Það er al­veg ljóst að án stuðnings al­menn­ings og fyr­ir­tækja í land­inu þá mætti starf Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar sín lít­ils enda kall­ar út­hald björg­un­ar­sveita, þjálf­un og upp­bygg­ing tækja­búnaðar þeirra á mik­inn til­kostnað þótt starfið sjálft sé allt unnið í sjálf­boðavinnu. Það er því óhætt að segja að þetta sam­starf með Olís sé sam­starf til góðra verka og í raun fyr­ir­mynd sam­fé­lags­legr­ar ábyrgðar á alla vegu.“

smari@bb.is

DEILA