Gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna ferðaþjónustu á þessu ári munu nema um 535 milljörðum króna á þessu ári gangi spá Samtaka ferðaþjónustunnar eftir. Það nemur um 40% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og 15,5% aukningu milli ára. Þetta kemur fram í áætlun samtakanna sem Fréttablaðið greinir frá í dag. Þetta er í takt við það sem gert hafi verið ráð fyrir og sýnir fram á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúskapinn. Bent er á að þetta sé minni vöxtur en fjölgun ferðamanna milli ára. Vísar Helga til erfiðra ytri skilyrða og versnandi samkeppnishæfni eins og sterks gengis krónunnar sem ástæðna fyrir því. Þá dvelji ferðamenn skemur og nýti sé ekki þjónustu í jafn miklum mæli og áður.