Samstæða Tálknafjarðarhrepps, A og B hluti sveitarsjóðs, skilar 44 milljóna kr. afgangi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun sem var samþykkt fyrr í vikunni. Heildartekjur samstæðunnar nema 341 milljón kr. og afborganir langtímalána verða 24 milljónir kr. á næsta ári. Eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins er 47 prósent og skuldahlutfallið stendur í 68,4 prósentum. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að ráðast í fjárfestingar fyrir 17 milljónir kr. á næsta ári.
smari@bb.is