Skipulag sem gerir ráð fyrir knattspyrnuhúsi

Knattspyrnulið karla í Vestra mætir liði Kára á laugardaginn.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur afgreitt breytingu á aðalskipulagi bæjarins sem gerir ráð fyrir byggingu knattspyrnuhúss á Torfnesi. Ekki reyndist nóg að gera nýtt deiliskipulag samkvæmt tilmælum frá Skipulagsstofnun þar sem aðalskipulagið rúmaði ekki knattspyrnuhús. Aðalskipulagsbreytingin fer til samþykktar í bæjarstjórn.

Bygging knattspyrnuhúss er langþráður draumur íþróttahreyfingarinnar í Ísafjarðarbæ og nú virðast málin vera að þokast áfram með þessu fyrsta skrefi. Knattspyrnuhús hafa risið eins og gorkúlur um allt land og hafa náð að umbylta knattspyrnustarfi bæði hjá yngi og eldri iðkendum. Erlendir blaðamenn sem hafa hópast til Íslands í kjölfar einstaks árangurs karla- og kvennalandsliðanna hafa flestir bent á knattspyrnuhúsin sem dæmi sem aðrar þjóðir gætu lært af, sér í lagi þjóðir sem glíma við óblíða veðráttu.

smari@bb.is

DEILA