Leysibendar eru ekki leikföng

Geislavarn­ir rík­is­ins árétta að leysi­bend­ar eru ekki leik­föng og skora á for­eldra og aðra aðstand­end­ur að koma í veg fyr­ir að börn leiki sér með þá. Leysi­bend­ar geti valdið al­var­leg­um augnskaða á ör­stund sé geisl­an­um beint að auga eins og dæm­in sanna.

Þetta kem­ur fram á vef Geislavarna rík­is­ins, en þar hafa verið birt­ar upp­lýs­ing­ar um leysi­benda og hætt­una sem af þeim get­ur stafað í kjöl­far þess að ung­ur dreng­ur hlaut al­var­leg­an augnskaða af völd­um leysi­bend­is.

„Um leysi­benda gilda alþjóðleg­ir staðlar og eru þeir flokkaðir eft­ir afli geisl­ans sem þeir gefa frá sér. Leysi­bend­ar með afl und­ir 1 mW ( milliWatt ) eru í flokk­um 1 og 2 og eiga ekki að geta valdið skaða á auga við eðli­lega notk­un. Leysi­bend­ar með afl meira en 1 mW eru í flokk­um 3 og 4 og geta valdið skaða á auga. Þess vegna er notk­un þeirra háð leyfi Geislavarna rík­is­ins. Því afl­meiri sem leysi­bend­ir­inn er því al­var­legri get­ur skaðinn orðið. Geisl­inn frá leysi­bendi í flokki 4 (afl meira en 500 mW ) er það afl­mik­ill að hann get­ur valdið íkveikju og end­urkast geisl­ans get­ur valdið augnskaða.

Á leysi­bend­um eiga að vera merk­ing­ar sem sýna flokk­un þeirra. Því miður eru merk­ing­ar stund­um rang­ar og því ör­ugg­ast að börn leiki sér alls ekki með leysi­benda. Varað er við því að slík tæki séu keypt af götu­söl­um er­lend­is,“ seg­ir á vef Geislavarna rík­is­ins.

smari@bb.is

DEILA