Í síðustu viku voru grafnir 78,5 m í Dýrafjarðargöngum sem er það mesta sem hefur verið grafið á einni viku hingað til. Heildarlengd ganganna í lok viku 49 var 741,2 m sem er 14,0% af heildarlengd ganganna.
Fram til föstudags var grafið í gegnum samskonar basalt og hefur verið síðustu vikur. Á föstudag kom í ljós kargi í gólfinu og var þá hætt að keyra efni á haugsvæði og því keyrt beint í fyllingu í veg. Á nokkrum stöðum lekur aðeins af vatni inn í göngin í gegnum sprungur eða drenholur.
Á meðfylgjandi mynd er munninn til hægri. Lengst til vinstri má sjá efnið sem hefur verið haugsett til síðari nota.
smari@bb.is