Lögreglan á Vestfjörðum lauk vettvangsrannsókn á brunanum á Ísafirði á laugardagskvöld. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði segir ekkert liggja fyrir um eldsupptök. Lögreglan vinnur nú úr þeim gögnum sem var aflað á vettvangi. „Ég tel ekki rétt að vera með einhverjar vangaveltur áður en það er búið að vinna úr þeim gögnum sem við öfluðum,“ segir Hlynur. Hann telur að niðurstaða úr rannsókn lögreglu ætti að liggja fyrir á næstu dögum.
Það má með sanni segja að mikil mildi hafi verið að ekki fór verr í brunanum og réði þar snarræði slökkviliðsmanna og annarra sem börðust við eldinn. Að auki var stafalogn á Ísafirði sem gerði léttara að hefta að eldurinn læsti sig í nærliggjandi hús.
smari@bb.is