Laugardagur 19. apríl 2025

Gert ráð fyrir 4,3 milljóna afgangi

Auglýsing

Fjárhagsáætlun næsta árs var tekin til seinni umræðu í bæjarstjórn Vesturbyggðar í gær. Áætlunin var samþykkt samhljóða. Reksturinn fyrir fjármagnsliði er áætlaður jákvæður um 69,7 milljónir króna. Fjármagnsliðir eru 65,4 milljónir króan og rekstarniðurstaðan því jákvæð um 4,3 milljónir króna. Veltufé frá rekstri er áætlað 126,5 milljónir króna. Fjárfestingar næsta árs nema 184 milljónum króna. Afborganir af langtímalánum verða 143 milljónir króna og nýjar lántökur 189 milljónir króna.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir