Ísafjarðarbær vill nýjan flugvöll og skosku leiðina í innanlandsflugi

Flugvöllurinn á Ísafirði.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að fundin verði staðsetning fyrir flugvöll á norðanverðum Vestfjörðum sem þjónað geti farþegaflugi með ásættanlegu öryggi. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins. Einnig leggur bæjarráð til að farin verði svokölluð skosk leið í innanlandsflugi varðandi niðurgreiðslur á flugfargjöldum.

Ástæða ályktunarinnar er að undanfarna mánuði hefur vinnuhópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins verið með  til umfjöllunar rekstur flugsamgöngukerfisins innanlands. Markmiðið með vinnuhópnum er að ná fram hagkvæmari rekstri á innanlandsflugi og skilvirkari rekstri flugvalla sem skilar sér til neytenda í lægri flugfargjöldum. Unnið er út frá tillögum fyrri vinnuhóps ráðuneytisins frá árinu 2016. Ráðuneytið óskaði eftir viðbrögðum frá sveitarfélögunum vegna erindisins.

smari@bb.is

DEILA