Veðurstofan spáir norðaustanátt, víða allhvöss eða hvöss í dag en stormur SA-lands síðdegis. Snjókoma eða él, en úrkomulítið á SV-landi þegar líður á daginn. Frost 0 til 6 stig. Fer að lægja um landið vestanvert á morgun. Éljagangur NA- og A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Harðnandi frost. Hægur vindur á föstudag, bjartviðri og kalt, en norðvestan strekkingur A-lands.
Veðurhorfur næstu daga
Á fimmtudag:
Norðan 10-18 en 18-23 m/s SA-til, dregur úr vindi með deginum, fyrst V-lands. Él á NA- og A-landi, en bjartviðri S- og V-lands. Talsvert frost.
Á föstudag:
Norðvestan 8-15 m/s A-lands, en hægviðri V-til á landinu. Él austast, annars léttskýjað. Áfram kalt í veðri.
Á laugardag:
Hæg breytileg átt, bjartviðri og talsvert frost, en suðaustan strekkingur og hiti um frostmark við SV-ströndina síðdegis.
Á sunnudag og mánudag:
Norðaustan- og austanátt með dálitlum éljum, en víða léttskýjað V-til á landinu. Kalt í veðri.
Á þriðjudag:
Austlæg átt og víða él.
Færð á vegum:
Á Vestfjörðum er víða strekkingsvindur og skafrenningur og hálka eða snjóþekja á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og ófært á Þröskuldum en þar er unnið að hreinsun. Vegurinn fyrir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði er ófær. Eins er ófært norður í Árneshrepp.
smari@bb.is