Afsláttur á námslánum á strjálbýlum svæðum

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Mynd: mbl.is / Golli

Menntamálaráðherra hyggst kanna kosti þess að nýta námslánakerfið til að hvetja fólk til að setjast að í dreifðum byggðum, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í viðtali við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í Fréttablaðinu. „Þetta gengur út á að fólk sem býr og vinnur á svokölluðum aðgerðasvæðum og er með námslán gæti sótt um afslátt af námslánum,“ segir Lilja.

Hún vísar til reynslu Norðmanna af þessari leið þar sem fólk getur fengið tíu prósenta lækkun á námslánum árlega hafi það búið á tilgreindum svæðum í tólf mánuði.

„Þar hefur þessu úrræði verið beint inn á svæði þar sem skortur hefur verið á sérfræðimenntuðu fólki,“ segir Lilja. Úrræðið hafi skilað töluverðum árangri í Norður-Noregi og laðað til dæmis lækna og tæknimenntað fólk á strjálbýl svæði.

smari@bb.is

DEILA