Skrifa upp dagbók Sighvats Borgfirðings

Bjarnarfjörður á Ströndum

Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa stendur fyrir verkefni þar sem dálítill hópur Strandamanna ætlar að skrifa upp dagbóki Sighvatar Grímssonar Borgfirðings frá þeim tíma er hann bjó á Klúku í Bjarnarfirði.

Verkefnið er unnið í samvinnu við handritasafn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og er ætlunin að taka fyrir fleiri heimildir að þessu verkefni loknu, sem nú er verið að ljósmynda á safninu.

Á vefsíðu verkefnisins sem finna má á þessari slóð segir að öll sem áhuga hafi megi gjarnan slást í hópinn og taka þátt í uppskriftinni. Dagbókin er í heild sinni aðgengileg á handrit.is og á vefsíðu verkefnisins er ritvinnsluskjal sem tengilinn getur unnið í. Aðrir áhugasamir geta svo skoðað hvernig uppskriftinni miðar.

Sighvatur Borgfirðingur var merkasti alþýðufræðimaður landsins á sínum tíma. Hann fæddist á Akranesi árið 1840 og ólst upp í sárri fátækt og átti engan kost til menntunar þótt hugurinn stæði snemma til bókar. Hann bjó í Flatey, í Gufudalssveit og á Klúku áður en hann fluttist að Höfða í Dýrafirði 32 ára og bjó þar til dauðadags 1930. Sighvatur var gríðarlega afkastamikill fræðimaður og merkasta verk hans er Prestaæfir á Íslandi.

Síða verkefnisins

smari@bb.is

DEILA