Nóvember var kaldur og sker sig nokkuð úr öðrum mánuðum ársins, sem flestir hafa verið hlýir. Norðanhvassviðri gekk yfir landið dagana 21. til 24. nóvember sem olli þó nokkru fannfergi norðan og austanlands og færð spilltist víða. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar um veðrið í nóvember.
Meðalhiti í Bolungarvík mældist 0,2 stig, -0,6 stigum neðan meðallags áranna 1961 til 1990 og -1,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhiti í Reykjavík mældist 0,2 stig, -0,9 stigum neðan meðallags áranna 1961 til 1990 og -2,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -1,2 stig, -0,8 stigum neðan meðallags áranna 1961 til 1990 og -2,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 0,0 stig og 0,8 stig á Höfn.
smari@bb.is