Brunagaddur þegar líður á vikuna

Spáir brunagaddi á þegar líður á vikuna.

Eft­ir dag­inn í dag kóln­ar nokkuð á land­inu og verður frem­ur kalt á miðviku­dag og fimmtu­dag enda vindátt norðlæg og send­ir kalt loft úr norðri. Ekki er að vænta mik­ill­ar úr­komu að þessu sinni og um næstu helgi hef­ur dregið mikið úr kuld­an­um þótt ekki sjá­ist hlý­indi í bili, seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Veðurstofan spáir norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum í dag og dálítilli él og vægu frosti og kólnar þegar líður á daginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Norðaustan 10-15 m/s og víða snjókoma á köflum en léttir til sunnanlands með deginum. Talsvert frost á öllu landinu.

Á fimmtudag:

Norðvestanátt, strekkingur austast, en annars hægari. Él norðan- og austanlands en léttskýjað á Suðurlandi. Kalt í veðri.

Á föstudag:

Fremur hæg vestlæg átt og víða léttskýjað en norðvestan strekkingur austast og stöku él. Talsvert frost.

Á laugardag:

Austlæg átt með snjókomu eða slyddu SV-til um kvöldið, en annars yfirleitt þurrt. Hlýnandi veður.

Á sunnudag:

Útlit fyrir stífri austanátt með ringningu á láglendi sunnanlands og hita 0 til 5 stig en skýjað og úrkomulítið norðantil og vægt frost.

smari@bb.is

DEILA