Í dag kl. 13:00 hófst stofnfundur Vestfjarðastofu ses að viðstöddu fjölmenni í Edinborgarhúsinu. Í stofnsamþykkt stofunnar segir:
Tilgangur Vestfjarðastofu ses. er að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og veita samræmda og þverfaglega ráðgjöf og þjónustu tengda atvinnu- og byggðaþróun, frumkvöðlastarfsemi og menningu í víðum skilningi.
Markmið Vestfjarðastofu ses. er að efla atvinnulíf á Vestfjörðum, stuðla að velferð íbúa og styrkja Vestfirði sem búsetukost og áfangastað ferðamanna. Markmiði sínu hyggst Vestfjarðastofa ses. ná með öflugu samstarfi atvinnulífs, sveitarfélaga, ríkisvalds og stoðkerfis hins opinbera.
Undirbúningur Vestfjarðastofu hefur staðið um nokkurt skeið og mun hún taka yfir þau verkefni sem Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafa sinnt hingað til.
Í stjórn Vestfjarðastofu skal skipa 9 einstakling og skulu 5 tilnefndir af sveitarfélögum og fjórir af svið atvinnulífs og menningar. Í þessa fyrstu stjórn og varastjórn stofunnar voru kosnir:
Stjórn
Pétur G. Markan, sveitarfélag
Jón Örn Pálsson, sveitarfélag
Ingibjörg Emilsdóttir, sveitarfélag
Margrét Jónmundsdóttir, sveitarfélag
Sigurður Hreinsson, sveitarfélag
Víkingur Gunnarsson, atvinnulíf og menning
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, atvinnulíf og menning
Ágústa Ýr Sveinsdóttir, atvinnulíf og menning
Kristján G Jóakimsson, atvinnulíf og menning
Varastjórn
Óskar Hálfdánarson, atvinnulíf og menning
Jón Jónsson, atvinnulíf og menning
Inga Hlín Valdimarsdóttir, atvinnulíf og menning
Aðalbjörg Óskarsdóttir, atvinnulíf og menning
Áslaug Guttormsdóttir, sveitarfélag
Daníel Jakobsson, sveitarfélag
Jónas Þór Birgisson, sveitarfélag
Nanný Arna Guðmundsdóttir, sveitarfélag
Magnús Jónsson, sveitarfélag
bryndis@bb.is