Hafísinn nálgast landið

Haf­ís­inn á Græn­lands­sundi hef­ur verið að læðast nær landi und­an­farna daga, og var í gær­kvöldi rúm­ar 23 sjó­míl­ur norðan við Horn. Gervi­tungla­mynd­ir benda til þess að mjög mikið hafi mynd­ast af nýj­um ís und­an­farið, og að nokkuð sé um borga­rís­jaka í sam­floti með rekís­n­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp Há­skóla Íslands.

Seg­ir þar að Veður­stof­an spái áfram suðvest­læg­um átt­um sem færa muni ís­inn aust­ar og nær landi.

„Sam­kvæmt Land­helg­is­gæslu Íslands, og skip­um sem voru á svæðinu í gær, er erfitt að sjá ís­inn í skiparat­sjám og því get­ur hann verið mjög vara­sam­ur, að minnsta kosti fyr­ir minni báta.“

smari@bb.is

DEILA