Staðinn verði vörður um skurðlæknisþjónustu

Bæjarstjórn Bolungarvíkur krefst þess að heilbrigðisráðherra, stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, í samstarfi við fjármálaráðuneyti taki höndum saman og standi vörð um skurðlæknisþjónustu á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar og tilefni hennar voru fregnir um að enginn skurðlæknir yrði starfandi við Heilbrigðisstofnuna í desember. Úr því rættist í dag líkt og greint var frá á bb.is. Ekki hefur tekist að ráða skurðlækni í fullt starf og er staðan mönnuð með afleysingalæknum sem koma vestur í skemmri tíma.

Í ályktun bæjarstjórnar er bent á að til  lengri  tíma  geti  skapast  sú  hætta,  ef  ekki  er  starfandi  skurðlæknir  á stofnuninni, að fjárframlög til hennar skerðist og að endingu verði lagt til að ekki sé forsenda til þess að halda úti skurðstofu á Heilbrigðisstofnuninni.

smari@bb.is

DEILA