Búið að ráða skurðlækna í desember

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Tekist hefur að manna skurðlæknisstöðu við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, en útlit var fyrir að enginn skurðlæknir væri á sjúkrahúsinu í desember. Síðasta misserið, eða frá því að Þorsteinn Jóhannesson lét af störfum, hafa skurðlæknar komið tímabundið til starfa við stofnunina þar sem ekki hefur tekist að ráða skurðlækni í fullt starf.

Hallgímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga, segir að sá skurðlæknir sem er við stofnunina núna hafi ákveðið að vera aðeins lengur og annar læknir leysir hann af í desember. „Svo er búið að festa þessi mál fram í mars og framhaldið eftir það lítur vel út,“ segir Hallgrímur.

Ef ekki hefði tekist að manna vakt skurðlæknis á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða í desember hefði það þýtt  að þeir sem hugðust nýta sér fæðingarþjónustu spítalans í þeim mánuði gætu þurft að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur og dvelja þá í Reykjavík í 1-2 vikur.

smari@bb.is

DEILA