Skuldahlutfall í sögulegu lágmarki

Fjárhagur Bolungarvíkur hefur farið ört batnandi.

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Bolungarvíkurkaupstaðar fyrir næsta ár fór fram á fundi bæjarstjórnar í gær. Gert er ráð fyrir 24 milljóna króna rekstrarafgangi og veltufé frá rekstri er 136 milljónir króna. Skuldahlutfall bæjarins fer niður í sögulegt lágmark eða 110 prósent. Ekki eru nema örfá ár síðan skuldahlutfall sveitarfélagsins var yfir 150 prósentum, sem er yfir leyfilegu viðmiði sveitarstjórnarlaga.

Á næsta ári verður framkvæmt fyrir 150 milljónir króna og liggur fyrir að stærsta einstaka framkvæmdin verður fyrsti áfangi stækkunar leikskólans Glaðheima.

smari@bb.is

DEILA