Heilmikil hafísmyndun hefur átt sér stað fyrir norðan land og ísinn færist hratt austur. Í morgun var jaðarinn 28 sjómílur norður af Horni, og náði austur á 21°V Það er líklegt að ísinn færist austar og nær landi næstu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eldfjallafræði- og náttúrvárhóps Háskóla Íslands. Hér að ofan má sjá hafísinn á SENTINEL-1 ratsjármynd frá Evrópsku geimferðastofnuninni. Með fylgir viðvörun um að gervitunglamyndir geti ekki greint allan hafís og að aðstæður geti breyst hratt. Ef vel er gáð má sjá ótal skip að veiðum rétt sunnan við ísjaðarinn, sem litla hvíta punkta.
smari@bb.is