Laugardagur 19. apríl 2025

1.335 tonn til Ísafjarðarbæjar

Auglýsing

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur afgreitt umsókn Ísafjarðarbæjar um byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Niðurstaða ráðuneytisins er að 1.335 þorskígildistonn koma í hlut sveitarfélagsins og skptist kvótinn eftir byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar. Mest fer til Flateyrar, eða 300 tonn. Til Þingeyrar fara 281 tonn og 222 tonn til Hnífsdals. Suðureyri fær 192 tonn og Ísafjörður fær 140 tonn.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir