Fyrirtækið Saltverk Reykjaness hefur verið úrskurðað gjaldþrota en það framleiddi salt í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi með því að hita sjó með jarðvarma. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.
Stofnendur félagsins reistu saltverksmiðju á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp árið 2011 þar sem á árunum 1770 til 1794 var framleitt salt með svipaðri aðferð.
smari@bb.is