Opna brugghús í janúar

Hér opnar brugghús í janúar.

„Vonandi verður kominn ísfirskur bjór fyrir páska,“ segir Hákon Hermannsson einn þeirra sem standa að baki Brugghúsinu Dokkunni á Ísafirði. Fyrirtækið er nýstofnað og bruggun hefst fljótlega á næsta ári. „Við fáum húsnæðið afhent um áramótin og bruggtækin koma um miðjan janúar,“ segir Hákon. Bruggtækin eru keypt frá Kína og brugghúsið verður staðsett við Sindragötu 11 (Sultartanga).

Mikil vakning hefur verið í bjórmenningu landans og fylgja Íslendingar í fótspor nágrannalandanna. Handverksbjórar (e. craft beer) hafa átt vaxandi fylgi að fagna á Vesturlöndum og eru þeir einskonar svar við vaxandi einsleitni í bjórbruggun, en örfá risastór alþjóðafyrirtæki stjórna nær öllum markaðnum. Handverksbjórar halda einnig við gömlum hefðum í bjórbruggun sem margar voru við það á hverfa altari hagræðingar og markaðshyggjunnar.

 

DEILA