Flateyrarvegur lokaður vegna snjóflóðahættu

Vegagerðin hefur í samráði við ofanflóðasvið Veðurstofunnar ákveðið að loka Flateyrarvegi vegna snjóflóðahættu. Fyrr í dag var veginum um Súðavíkurhlíð lokað eftir að snjóflóð féll á veginn. Nokkuð hefur snjóað á Vestfjörðum síðustu sólarhringa og á norðanverðum Vestfjörðum er í gildi í óvissustig vegna snjóflóðahættu. Ekki er þó hætta í byggð heldur á vegum og í óbyggðum.

Klettsháls hefur verið ófær og kl. 14 í dag verður farið frá Patreksfirð með mokstursbíll til að opna Klettsháls og svo aftur til baka á milli kl. 16 og 17.

DEILA